Strákarnir okkar í St. Francis háskólanum í Brooklyn mættu New Jersey Institude of Technology í gærkvöldi og úr varð æsispennandi framlengdur leikur. St. Francis misstu NJIT framúr sér í framlengingunni og lauk leiknum með 6 stiga sigri gestanna, 92-86.
Gunnar Ólafsson setti persónulegt stigamet í háskólaboltanum í þessum leik með 14 stig og bætti hann einnig við 5 fráköstum, stoðsendingu og stolnum bolta. Gunnar skaut 4/9 í þriggja stiga skotum í leiknum en hann er að skjóta 41,7% í þriggja á þessari leiktíð.
Dagur Kár hitti illa í leiknum en skoraði tvö stig.