spot_img
HomeNeðri deildir2. deild karlaGunnar Ingi snýr heim í Ármann

Gunnar Ingi snýr heim í Ármann

Gunnar Ingi Harðarson hefur ákveðið að snúa í heimahagana og leika á ný með uppeldisfélagi sínu, Ármanni. Gunnar mun leika með Ármanni í 2. deildinni auk þess að vera aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla. Þetta kemur fram í tilkynningu félagsins

Gunnar lék síðast með Haukum í Dominos deildinni tímabilið 2019-2020 en tók sér pásu frá körfuknattleiksiðkunn á síðustu leiktíð. Hann er 24. ára bakvörður sem er uppalinn hjá Ármann þar sem hann lék upp yngri flokkana áður en hann gekk til liðs við KR. Eftir það hefur hann leikið með Freedom Christian Academy, FSu, Belmont Abbey háskólanum og Val. Á síðustu leiktíð sinni hjá Haukum skilaði hann 6,1 stigi og 1,5 stoðsendingu að meðaltali í leik auk þess að vera með 34% þriggja stiga nýtingu.

Þessi öflugi leikmaður styrkir lið Ármenninga í 2. deildinni á komandi leiktíð. Gunnar mun gegna hlutverki spilandi aðstoðarþjálfara liðsins en þjálfari liðsins verður Ólafur Þór Jónsson. Ármann féll úr leik í undanúrslitum á síðasta tímabili og ætla sér greinilega að gera sterkari atlögu að 1. deildinni á komandi tímabili. 

Í tilkynningu Ármanns segir: „Það eru mikil gleðitíðindi að Gunnar velji að taka þátt í þeirri uppbyggingu sem félagið er í. Gunnar er gríðarlega öflugur leikmaður og er frábær fyrirmynd fyrir iðkenndur félagsins. Koma hans mun hafa mikil áhrif á félagið og blæs enn frekari vind í seglin. Frekari fregnum af leikmannamálum eru væntanlegar á næstunni. “

Fréttir
- Auglýsing -