Lið Skallagríms í fyrstu deild karla framlengdi á dögunum samningum sínum við þá Gunnar Örn Ómarsson, Almar Örn Björnsson, Kristófer Gíslason, Bergþór Ægir Ríkharðsson og Kristján Örn Ómarsson.
Áður hafði liðið tilkynnt að það hafi samið við einn besta leikmann fyrstu deildarinnar síðustu ár, Nebojsa Knezevic, frá Vestra.