spot_img
HomeFréttirGunnar aðstoðar Andy Johnston í Keflavík

Gunnar aðstoðar Andy Johnston í Keflavík

Keflavík hefur gengið frá samningi við Gunnar Hafstein Stefánsson um að aðstoða Andy Johnston með þjálfun karlaliðs félagsins í vetur. Gunnar þarf vart að kynna fyrir stuðningsmönnum félagsins né áhugamönnum um íslenskan körfuknattleik enda kappinn með áralanga reynslu sem leikmaður Keflavíkur. www.keflavik.is greinir frá.
 
Á heimasíðu Keflavíkur segir ennfremur:
Gunnar hóf að leika með meistaraflokki félagsins árið 1995 en lauk sínum ferli árið 2012. Gunnar lék allan sinn feril með Keflavík, að undanskildum tveimur árum, og er hann einn leikjahæsti leikmaður í sögu Keflavíkur. Sjórn körfuknattleiksdeildarinnar er gríðarlega ánægð með að Gunnar var tilbúinn í þetta verkefni þegar leitað var til hans enda þarf vart að fjölyrða um þá reynslu sem kappinn býr yfir auk þess sem hann þekkir alla innviði klúbbsins eins og best verður á kosið. Þó Gunnar sé hér að stíga sín fyrstu skref í þjálfun hjá meistaraflokki er kappinn enginn nýgræðingur á sviði þjálfunar þar sem hann hefur nokkra reynslu í þjálfun yngri flokka hjá félaginu.
 
Mynd: Sævar Sævarsson, varaforformaður KKDK, og Gunnar Hafsteinn Stefánsson við undirritun samningsins í dag.
www.keflavik.is
  
Fréttir
- Auglýsing -