spot_img
HomeFréttirGummi Braga kominn heim

Gummi Braga kominn heim

14:16 

{mosimage}

 

 

Einn leikreyndasti miðherjinn í íslenskum körfuknattleik, Guðmundur Bragason, er farinn að láta aftur á sér kræla í boltanum. Guðmundur sótti nýverið um félagsskipti úr Breiðablik í Grindavík en Guðmundur var helsta vítamínssprauta Grindavíkinga um árabil. Víkurfréttir náðu tali af Guðmundi sem sagðist fremur vera að koma sér í form heldur en að láta til sín taka í efstu deild.

 

,,Ég var bara að byrja á því að hreyfa mig með B-liði Grindavíkur sem keppir í 2. deild,” sagði Guðmundur sem flutti nýverið aftur til Grindavíkur eftir nokkurra ára dvöl í höfuðborginni. Guðmundur verður löglegur með Grindvíkingum þann 5. febrúar næstkomandi og segist ekki myndu skorast undan ef til hans væri leitað í meistaraflokk.

 

,,Ég fer ekki inn í meistaraflokkinn nema eitthað stórvægilegt komi upp á, þeir eru komnir með breiðan hóp núna,” sagði Guðmundur en þeir Calvin Clemmons, Steven Thomas og Páll Kristinsson hafa verið að manna blokkina. Ef svo óheppilega vildi til að einhver þeirra myndi meiðast gæti vel farið svo að Friðrik Ragnarsson myndi kalla inn frákastahæsta leikmann landsins.

 

Guðmundur er langfrákastahæsti leikmaðurinn í íslenskum körfuknattleik en hann lauk ferli sínum með 3260 fráköst á bakinu og þá var enginn hærri enn hann í varnar- né sóknarfráköstum. Óneitanlega væri gaman að sjá Guðmund aftur á parketinu svona rétt til þess að bera saman gamla tímann við það sem er í gangi í körfunni núna. Honum tækist eflaust að fífla eitthvert unglambið upp í loft og gera svo eina auðvelda spjaldið ofan, ef hann myndi brenna af sniðskotinu þá væri enginn líklegri en hann til að ná frákastinu.

 

Tekið af www.vf.is  

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -