Borgnesingar hafa tilkynnt að Guðrún Ósk Ámundadóttir muni þjálfa lið Skallagríms í Dominos deild kvenna í vetur. Guðrún var aðstoðarþjálfari liðsins á síðasta tímabili, fyrst með Ara Gunnarssyni og síðar Bijönu Stankovic.
Fyrr í sumar stóð til að Biljana kæmi afutr en uppá síðkastið hafa sögusagnir verið uppi um að Guðrún Ósk tæki við þjálfun liðsins. Guðrún hefur þjálfað yngri flokka Skallagríms síðustu ár og leikið með liðinu. Það var staðfest fyrr í dag. Í tilkynningu Skallagríms segir.
Guðrún er 32 ára gömul og er Borgnesingur í húð og hár sem byrjaði að æfa körfu með yngri flokkum Skallagríms. Hún á að baki langan feril í meistaraflokki og fjölda leikja í efstu deild með Haukum, KR og svo Skallagrími og hefur hampað bæði Íslands- og bikarmeistaratitlum sem leikmaður.
Ánægja er með komu Guðrúnar í þjálfarastólinn en hún byrjaði að stýra liðinu fyrr í mánuðinum. Hún undirbýr nú öflugan hóp meistaraflokks kvenna af fullum krafti fyrir átök vetrarins.