spot_img
HomeFréttirGuðrún Ámundadóttir til Hauka

Guðrún Ámundadóttir til Hauka

18:26

{mosimage}
(Guðrún í baráttunni gegn Grindavík á síðustu leiktíð)

Guðrún Ámundadóttir hefur gengið til liðs við Hauka frá KR og mun hún því leika með Hafnarfjarðarliðinu á næstu leiktíð. Frá þessu er greint á heimasíðu Hauka.

Undanfarin tvö tímabil hefur Guðrún verið í röðum KR en hún kom til þeirra frá Haukum árið 2007. Guðrún varð bikarmeistari með KR í vetur þegar þær lögðu Keflavík að velli í úrslitum í mögnuðum leik.

Mun þessi liðsstyrkur reynast Haukum mikilvægur en þær hafa misst þær Guðbjörgu Sverrisdóttur og Kristrúnu Sigurjónsdóttur til Hamars.

[email protected]

mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -