Guðni Valentínusson hefur gengið til liðs við karlalið Vals í í körfuknattleik. Guðni hefur leikið í dönsku úrvalsdeildinni síðustu fimm tímabil og varð meðal annars meistari í tvígang með Bakken Bears. Frá þessu er greint á www.valur.is
Á heimasíðu Valsara segir einnig:
„Það er ljóst að þetta er mikill styrkur fyrir Valsliðið sem keppir á ný í deild þeirra bestu og við bjóðum Guðna að sjálfsögðu velkominn á Hlíðarenda.“