spot_img
HomeFréttirGuðmundur Steinarsson spáir í bikarúrslit

Guðmundur Steinarsson spáir í bikarúrslit

Guðmundur Steinarsson nýbakaður Njarðvíkingur og fyrrum sóknarmaskína þeirra Keflvíkinga var fenginn til að rífa upp spádómskúlu sína fyrir bikarúrslitin á morgun og úr henni las hann þetta. 
Keflavík- Valur
Ég spái og vona að Keflavík vinni þennan leik. Ef bæði lið spila af eðlilegri getu þá vinnur Keflavík. Ágúst Valsari er mikil pælari og verður örugglega ekki búinn að sofa í viku þegar kemur að leiknum. Hann reynir að stuða Keflavíkingana í byrjun til að slá þær útaf laginu. Ef það tekst þá fer hann eftir það í að spila langar sóknir til að Keflavík nái ekki keyra upp hraðann.
Sigurður Ingimundarson hins vegar er með þetta allt á hreinu og verður klár í hvað sem er. Þar sem maður þekkir kappann svo vel þá er best að segja sem minnst til að koma ekki upp um áætlanir hans í leiknum. Þetta er ekkert í fyrsta sinn sem hann er með sitt lið í höllinni. Hann veit nákvæmlega hvað þarf til í svona leik.Ég á ekki von á að neinn leikmaður komi sérstaklega á óvart, þar sem sigurinn vinnst á liðsheildinni en frammistöðu eins leikmanns. Og ég held að Keflavíkurliðið sé með meiri breidd en Valur. Ég tel að Birna Valgarðs verður kvennmaður leiksins, hún á eftir að vera illviðráðanleg þennan dag.
 
 
Grindavík – Stjarnan
Þessi leikur verður svakalegur held ég. Bæði lið með breiða hópa og geta rúllað á mörgum mönnum. Ég reikna þó með að Grindavík taki þetta í jöfnum og spennandi leik þar sem verður mikið skorað. Teitur og hans menn eru búnir að vera í smá lægð, þannig að það kæmi mér ekki á óvart að þeir reyna að keyra upp stemmningu og vera með mikil læti frá upphafi. Reyna þannig að koma Grindavík í opna skjöldu. Grindvíkingar eru hins vegar að mér finnst frekar yfirvegað og skynsamir í sínu leikjum sem ég hef séð og þeir eru ekkert að fara breyta neinu og synda bara áfram
 
Ég tel að  Dagur Jónsson sem komi á óvart hjá Stjörnunni, lykilmenn eins og Justin og Marvin skila sínu eins og venjulega sem og nýji erlendi leikmaður þeirra Jarrid. Hjá Grindvíkingum verður það Jóhann Árni sem dregur vagninn ásamt Þorleifi. Sem sagt ekkert sem kemur gríðarlega á óvart nema kannski stórleikur Dags sem dugar þó ekki til sigurs. Besti leikmaður leiksins mun verða Jóhann Árni, enda kappinn búinn að eyða töluverðum tíma í höllinni að undaförnu, þannig að honum er farið að líða eins og heima hjá sér þarna.
 
  
 
Fréttir
- Auglýsing -