spot_img
HomeFréttirGuðmundur Jónsson áfram hjá Keflavík

Guðmundur Jónsson áfram hjá Keflavík

Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur náð samkomulagi við Guðmund Jónsson um að spila fyrir félagið næstu tvö árin. Þetta kemur fram á vefsíðu félagsins í dag.

 

Guðmundur skoraði 10 stig að meðaltali í leik á 25 mínútum að meðaltal á síðastu leiktíð. Þar að auki gaf hann 2 stoðsendingar og tók 4 fráköst. Guðmundur lét heldur ekki sitt eftir liggja í vörn og stal tæplega tveimur boltum í leik.

 

Tilkynning kkd Keflavíkur segir:

 

"Keflavík hefur náð samkomulagi við Guðmund Jónsson og mun hann leika áfram með félaginu næstu tvö árin. Guðmundur gekk til liðs við Keflavík árið 2013 og hefur verið einn af helstu máttarstólpum liðsins allar götur síðan. Guðmundur er mikill leiðtogi í Keflavíkurliðinu og býr yfir mikilli, verðmætri reynslu en hann er einn besti varnarbakvörður og með betri þryggjastigaskyttum landsins.

Keflvíkingar eru gríðarlega ánægðir með að hafa tryggt sér veru Guðmundar fram til ársins 2018 og hlökkum við mikið til að vinna áfram með honum næstu árin."

 

Frétt Keflavíkur.

Fréttir
- Auglýsing -