spot_img
HomeFréttirGuðbjörg úr leik með Val

Guðbjörg úr leik með Val

 Tímabilinu er lokið hjá Guðbjörgu Sverrisdóttir eftir að í ljós hefur komið að í bikarúrslitaleiknum í gær sleit hún hásin.  Þetta staðfesti Guðbjörg við Karfan.is nú rétt í þessu.  Guðbjörg hafði fyrr í leiknum dottið úr axlarlið í leiknum en kom tilbaka og átti risa þátt í því að koma Valsstúlkum aftur inní leikinn í þriðja leikhluta. 
 
En þegar um 2 mínútur voru eftir af þriðja leikhluta þá hneig Guðbjörg niður. “Í fyrri hálfleik þá var ég í baráttu um frákast við Birnu hjá Keflavík þegar ég næ að flækja mig eitthvað í hana sem veldur því að öxlin poppar úr lið.  En þegar Einar sjúkraþjálfari fór að hreyfa hana þá fór hún aftur í lið.  En svo í seinni hálfleik þá var ég  að snúa mér bara á miðjum vellinum og þá var eins og það væri sparkað aftan í löppina á mér. Það var nú bara ekki meira en það. Ég varð alveg brjáluð og öskraði á dómarann og var nokkurn vegin bara tilbúin í slagsmál.” sagði Guðbjörg í samtali við Karfan.is.
 
“Þeir tala um að þetta verði 6-9 mánuðir frá og þar með er tímabilinu lokið hjá mér og í raun undirbúningstímabilnu á næsta ári líka.  Þetta voru mér gríðarlega erfiðar fréttir og ég grét mikið eftir að hafa heyrt þetta , miklar tilfinningar í gangi og ég er að vinna mig úr því.  Ég er að taka Pollýönnu á þetta alveg ú tí gegn. Var heppinn með starfsfólkið sem var að sinna mér og þau voru alveg frábær þrátt fyrir að hafa grætt mig. Það eina “góða” við heimsóknina á spítalann var sú staðreynd að ég fékk að fara heim með rautt gips.” sagði Guðbjörg að lokum. 
 
Gríðarleg blóðtaka fyrir Valsstúlkur sem hafa verið á gríðarlega miklu skriði frá áramótum og eru sem stendur í fjórða sæti Dominos deildarinnar. Guðbjörg hefur í vetur verið að skora rúm 10 stig á leik og er stoðsendingahæst í Valsliðnu með um fjórar stoðir á leik. 
Fréttir
- Auglýsing -