spot_img
HomeFréttirGuðbjörg tryggði Haukum sæti í bikaúrslitaleiknum

Guðbjörg tryggði Haukum sæti í bikaúrslitaleiknum

16:26

{mosimage}

Haukastelpan Guðbjörg Sverrisdóttir kórónaði frábæran leik sinn með því að tryggja Haukum 64-63 sigur á Grindavík í undanúrslitaleik bikarkeppni unglingaflokks kvenna á dögunum. Auk þess að skora sigurkörfuna í lokin þá var Guðbjörg með 33 stig í leiknum þar af 21 í seinni hálfleik þegar Haukarliðið vann upp fimm stiga forskot Grindavíkur sem var 29-34 yfir í hálfleik.

Guðbjörg Sverrisdóttir sem skoraði sjö síðustu stiga Hauka í leiknum var langstigahæst í Haukaliðinu en næstar henni voru Ragna Margrét Brynjarsdóttir með 11 stig og Helena Hólm með 10 stig.  Það leit út fyrir að Íris Sverrisdóttir væri að tryggja Grindavík sigurinn með sinni  þriðju þriggja stiga körfu á síðustu þremur mínútum leiksins en Grindavík vann þó upp tíu stiga forskot Hauka (62-52) og komst yfir í 62-63. Guðbjörg var hinsvegar ekki búin að segja sitt síðasta og tryggði Haukum sæti í úrslitaflokki unglingaflokks kvenna í sjötta sinn á síðustu sjö árum.

Íris Sverrisdóttir skoraði alls 27 stig í leiknum en hún skoraði sjö þriggja stiga körfur. Ingibjörg Jakobsdóttir kom henni næst í stigaskorun en hún gerði 16 stig í leiknum. Ingibjörg skoraði 3 þriggja stiga körfur en í heildina skoraði Grindavík níu fleiri þrista en Haukar í þessum leik.

Mótherjar Hauka í úrslitaleiknum verður lið KR sem vann 67-57 sigur á Keflavík í hinum undanúrslitaleiknum. KR hefur titil að verja því liðið varð bikarmeistari í þessum flokki í fyrra. Úrslitaleikurinn fer fram í Toyota-höllinni í Keflavík eftir viku.

Mynd: [email protected]

 

Fréttir
- Auglýsing -