spot_img
HomeFréttirGuðbjörg Sverrisdóttir í Val

Guðbjörg Sverrisdóttir í Val

 
Guðbjörg Sverrirsdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við körfuknattleiksdeild Vals. Guðbjörg er 18 ára og þrátt fyrir ungan aldur á hún að baki fimm tímabil í efstu deild kvenna, þrjú tímabil með uppeldisfélagi sínu Haukum og tvö tímabil með Hamri Hveragerði. Þetta kemur fram á heimasíðu Valsmanna, www.valur.is 
Guðbjörg hefur verið lykilleikmaður í 16 og 18 ára unglingalandsliðum Íslands og þá hefur hún verið í æfingahóp hjá A-landsliði Íslands. Guðbjörg hefur verið afar sigursæl í yngriflokkum og í mfl. hefur hún unnið Íslandsmeistara-og deildarmeistaratitil tvisvar sinnum og einu sinni bikarmeistaratitil.

Þá hefur Þórunn Bjarnadóttir ákveðið að skipta aftur í Val eftir eins árs fjarveru. Á síðasta tímabil spilaði Þórunn með Haukum  en skipt svo yfir í Hamar sem urðu deildarmeistarar í Iceland Express deild kvenna. Þórunn er sterkur alhliða leikmaður sem var ein af burðarásum Valsliðsins 2009-2010

 
Mynd/ [email protected] – Guðbjörg í leik með Hamri gegn Keflavík.
 
Fréttir
- Auglýsing -