Dominos deild kvenna hefst í kvöld með fjórum leikjum. Líkt og áður er mikil spenna fyrir nýju tímabili en miklar breytingar hafa orðið á liðunum sem gerir spennuna jafnvel enn meiri fyrir þetta tímabil.
Karfan hitar upp fyrir tímabilið með því að fara yfir öll liðin og ræða við leikmann eða þjálfara liðsins. Næst er það Valur.
Valur
Valsarar fóru í fyrsta skipti í úrslitaeinvígi efstu deildar á síðustu leiktíð og voru ekki langt frá þeim stóra. Liðið ætlar sér væntanlega að byggja ofan á því og gera betur. Liðið heldur sama kjarna og ættu að vera til alls líklegt.
Spá KKÍ: 3. sæti
Lokastaða á síðustu leiktíð: 3. sæti
Þjálfari liðsins: Darri Freyr Atlason
Leikmaður sem vert er að fylgjast með: Ásta Júlía Grímsdóttir. Ungur leikmaður sem spilar undir körfunni. Fær tækifæri þar sem miðherjarnir frá því í fyrra hafa farið annað. Ætti að geta tekið næsta skref á sínum ferli.
Komnar og farnar:
Komnar:
Marín Matthildur Jónsdóttir frá KR
Brooke Johnson frá UNLV (USA)
Simona Podesvova frá Frakklandi
Kristín Alda Jörgensdóttir frá Ármann
Farnar:
Elín Sóley Hrafnkelsdóttir til Tulsa (USA)
Ragnheiður Benónýsdóttir til Stjörnunnar
Bylgja Sif Jónsdóttir til ÍR
Aaliyah Whiteside til USA
Viðtal við Guðbjörgu Sverrisdóttur um komandi tímabil: