spot_img
HomeBikarkeppniGuðbjörg: Bætum fleiri ártölum á vegginn

Guðbjörg: Bætum fleiri ártölum á vegginn

Undanúrslit Geysisbikars kvenna 2020 fara fram í dag með tveimur leikjum. Fyrri leikur dagsins er milli KR og Vals, bikarmeistara síðasta árs.

KR-ingar hafa unnið tíu bikarmeistaratitla í sögunni og unnu seinast árið 2009. Valsarar unnu aftur á móti sinn fyrsta bikarmeistaratitil í fyrra og vilja væntanlega endurtaka leikinn. Vesturbæingar hafa spilað 17 bikarúrslitaleiki gegnum söguna og eru því með 58.8% sigurhlutfall á meðan að Valsarar hafa aðeins tvisvar farið í bikarúrslitaleikinn og unnið hann einu sinni (50% sigurhlutfall).

Valsstúlkur eru efstar í deildarkeppninni og hafa verið nokkuð sannfærandi. Þær vilja örugglega reyna að ná titlaþrennunni aftur á þessu ári (deildar-, bikar- og Íslandsmeistara) og sigur gegn KR verður næsta skref í átt að því. KR-ingar ætla sér þó eflaust að reyna að drepa þá von og ljúka sinni eigin eyðimerkurgöngu í bikarúrslitunum, en þær hafa ekki unnið í 11 ár og ekki komist í bikarúrslitaleikinn síðan árið 2011 þegar þær töpuðu fyrir Keflavík.

Karfan ræddi við Guðbjörgu Sverrisdóttur, fyrirliða Vals, á blaðamannafundi fyrir bikarvikuna og viðtalið við hana má finna í heild sinni hér að neðan.

Leikurinn hefst kl 17:30 og skorum við á alla stuðningsmenn liðanna að mæta. Fyrir þá sem ekki komast er leikurinn sýndur í beinni á Rúv 2.

Fréttir
- Auglýsing -