spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaGrískur troðslumeistari í Skagafjörðinn

Grískur troðslumeistari í Skagafjörðinn

Tindastóll hefur samið við Ioannis Agravanis fyrir komandi leiktíð í Bónus deild karla.

Ioannis er 25 ára 198 cm grískur framherji sem kemur í Skagafjörðinn frá USK Praha í Tékklandi þar sem hann lék á síðasta ári. Frá árinu 2016 til 2023 lék hann með fjölmörgum liðum í heimalandinu, en árið 2018 vann hann meistaradeildina með liði Peristeri. Ári seinna, 2019, vann hann troðslukeppni stjörnuleiks yngri leikmanna í Grikklandi. Þá var hann einnig á sínum tíma hluti af bæði undir 17 ára og undir 20 ára liðum Grikklands.

„Agravanis er fjölhæfur framherji sem getur gert sitt lítið að hverju inn á vellinum. Það tók sinn tíma að finna leikmann með hans eiginleika og vonandi mun sú þolinmæði skila sér.“ Sagði Benedikt þjálfari.

„Ég er mjög spenntur og stoltur af því að ganga til liðs við Tindastól“ segir Ioannis. „Ég hlakka mikið til að koma á Sauðárkrók og kynnast liðinu og aðdáendum liðsins“

Dagur formaður er að sama skapi fullur tilhlökkunar „Það er spennandi vetur framundan, bæði lið byrjuð að æfa af krafti og styttist í fyrstu æfingaleiki, það er því til mikils að hlakka til fyrir körfuboltaspennta Skagfirðinga og nærsveitunga“

Fréttir
- Auglýsing -