spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaGrindvíkingurinn efnilegi semur við Tenerife

Grindvíkingurinn efnilegi semur við Tenerife

Grindvíkingurinn Arnór Tristan Helgason hefur samið við CB 1939 Canarías á Tenerife fyrir komandi leiktíð. Staðfestir Helgi Jónas faðir hans þetta á samfélagsmiðlum fyrr í dag.

Arnór Tristan er fæddur 2006 og hefur leikið upp alla yngri flokka Grindavíkur, en þá var hann kominn í hlutverk með meistaraflokki þeirra á síðustu leiktíð. Þá hefur hann einnig verið hluti af öllum yngri landsliðum Íslands, nú síðast undir 18 ára lið drengja þetta sumarið.

Samkvæmt heimildum mun Arnór leika með ungmennaliði félagsins sem er í EBA deildinni, en aðalið þeirra er í efstu deildinni á Spáni, ACB. Fyrir hjá liðinu er Keflvíkingurinn Bóas Unnarsson, fæddur 2008, en hann samdi við spænska liðið fyrir ári síðan.

Fréttir
- Auglýsing -