Haukur Helgi Pálsson er með lausan samning og samkvæmt nokkuð öruggum heimildum leitar hugur hans aftur í atvinnumennsku erlendis. Því er þó væntanlega ekki loku fyrir skotið að hann spili jafnvel áfram á Íslandi og félög hérlendis í startholunum að reyna að krækja í þennan sterka leikmann. Grindvíkingar hafa tekið forskot á sæluna og samkvæmt mynd sem birt er á Facebook síðu Sigurbjarnar Daða Dagbjartssonar úr Grindavík var Haukur Helgi í vellystingum á suðvestur horninu.
Sigurbjörn og bróðir hans Jón Gauti Dagbjartsson sem er framkvæmdarstjóri KKD. Grindavíkur eru saman á mynd með Hauk þar sem matseðli kvöldsins er lýst ásamt því að vísað er í flugkennslu frá Einari (sem er bróðir þeirra Dagbjartssona) en Haukur Helgi hefur nú þegar byrjað flugnám hjá Flugskóla Keilis.
Sigurbjörn endar svo færslu sína á því að hugsanlega væri Haukur Helgi nú á þeim skóm að hann hefði átt að velja Grindavík fyrir síðasta tímabil þegar hann einmitt fór í herbúðir Njarðvíkinga.