Grannarnir Grindavík og Njarðvík mættust í kvöld í Grindavík. Staða liðanna var misjöfn, grænir í efri hlutanum en gulir í 8. sæti að berjast fyrir sæti í úrslitakeppninni.
Hálfleikarnir voru keimlíkir, jafnræði í oddaleikhlutum, en Njarðvík rúllaði þeim sléttu upp, 71-94. Erfitt að taka einhvern einn út fyrir sviga hjá Njarðvíkingum, þetta var mikill liðssigur. Framlagshæstur fyrir Njarðvík var Dedrick Basile með 23 stig, 9 fráköst og 8 stoðsendingar. Fyrir Grindavík var Ólafur Ólafsson með 15 stig og 13 fráköst.
Grindavík : Damier Erik Pitts 27, Ólafur Ólafsson 15/13 fráköst, Zoran Vrkic 9/4 fráköst, Valdas Vasylius 8/4 fráköst, Bragi Guðmundsson 8/4 fráköst, Magnús Engill Valgeirsson 3, Kristófer Breki Gylfason 1, Jón Eyjólfur Stefánsson 0, Hinrik Guðbjartsson 0, Hafliði Ottó Róbertsson 0, Arnór Tristan Helgason 0, Hilmir Kristjánsson 0.
Njarðvík: Dedrick Deon Basile 23/9 fráköst/8 stoðsendingar, Lisandro Rasio 19/13 fráköst, Mario Matasovic 18/8 fráköst, Nicolas Richotti 15, Rafn Edgar Sigmarsson 7/4 fráköst, Haukur Helgi Pálsson 5/5 fráköst, Logi Gunnarsson 3, Ólafur Helgi Jónsson 2, Maciek Stanislav Baginski 2, Elías Bjarki Pálsson 0, Jan Baginski 0.