spot_img
HomeFréttirGrindvíkingar hugsanlega að bæta við sig erlendum leikmanni

Grindvíkingar hugsanlega að bæta við sig erlendum leikmanni

Svo virðist sem að Grindvíkingar séu að bæta við sig þriðja erlenda leikmanninum í Iceland Epress-deild karla í körfubolta. Leikmaðurinn sem um ræðir er Ryan Pettinella en hann lék með Grindvíkingum á síðustu leiktíð. Pettinella er bandaríkjamaður sem leikur í stöðu miðherja eða framherja en kappinn er 2.06 m á hæð og rúmlega 100 kg af vöðvum. www.vf.is – greinir frá þessu í dag.
Vitað er til þess að leikmaðurinn er staddur hér á landi og heyrst hefur að hann muni ganga til liðs við Grindvíkinga á næstu dögum.
 
www.vf.is
 
 
   
Fréttir
- Auglýsing -