Grindavík lagði ÍR í kvöld í fyrstu umferð Bónus deildar karla, 100-81.
Gangur leiks
Bæði liða byrja byrja sterkt og eru að sækja á körfuna og eru að finna sér færi, bæði lið halda áfram að gera sitt og 1. leikhlutinn endar meðþví að Grindavík leiðir 29-21. Bæði lið halda áfram að finna skot og keyra á körfuna en þeir í Grindavík eru sterkari og eru skrefinu á undan og leiða með 11 stigum inn í hálfleikinn 49-38.
Atkvæðismestir í fyrri hálfleik var Devon Thomas í liði Grindavíkur með 17 stig, 3 fráköst og 2 stoðsendingar og síðan Jakob Falko í liði ÍR með 14 stig, 3 fráköst og 3 stoðsendingar.
Grindavíkurmenn koma sterkir inn í seinni hálfleik og halda áfram að gera sitt, en í þokkabót halda ÍR menn sínu áfram og reyna halda í heimamenn en þeir klára þriðja leikhluta mjög sterkt og eru að vinna 79-57 farandi inn í 4. leikhluta. ÍR heldur áfram að reyna minnka muninn en heimamenn hætta ekkert og halda sínu áfram, Grindavíkurmenn klára þetta 100-81 og voru þeir alltaf yfir og meira með þetta allan tíman
Atkvæðismestir
Þeir sem voru atkvæðismestir voru Devon Thomas hjá Grindavík með 31 stig, 4 fráköst og 7 stoðsendingar, og í liði ÍR var það Jakob Falko með 23 stig, 3 fráköst og 7 stoðsendingar.
Hvað svo?
Næstkomandi fimmtudag fær ÍR lið Tindastóls í heimsókn í breiðholtið og Grindavík heimsækjir Haukamenn í Ólafsal næsta laugardag.