spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaGrindvíkingar fóru létt með nýliðana í Smáranum

Grindvíkingar fóru létt með nýliðana í Smáranum

Grindavík lagði nýliða Hamars í 7. umferð Subway deildar karla. Eftir leikinn er Grindavík í 5.-9. sæti deildarinnar með fjóra sigra og þrjú töp á meðan að Hamar er í 11.-12. sætinu, enn án sigurs eftir fyrstu sjö umferðirnar.

Grindvíkingar leiddu leik dagsins frá upphafi til enda. Bjuggu sér til fínt forskot í fyrsta leikhluta sem þeir gáfu ekki eftir allan leikinn. Í lokaleikhlutanum nær Hamar í eitt skipti að koma bilinu í 10 stig á milli liðanna, en þá gaf Grindavík aftur í og kláraði leikinn með stakri prýði, 20 stiga sigur, 100-80.

Atkvæðamestur Grindavíkinga í leiknum var Dedrick Basile með 21 stig, 9 fráköst, 9 stoðsendingar og 6 stolna bolta. Fyrir Hamar var það nýji leikmaðurinn Jalen Moore sem var bestur með 26 stig, 5 fráköst og 7 stoðsendingar.

Hamar á leik næst komandi fimmtudag 23. nóvember gegn Breiðablik í Smáranum á meðan að Grindavík mætir Keflavík í Blue höllinni degi seinna.

Tölfræði leiks

Eftirfarandi viðtöl eru birt af rás Víkurfrétta

Fréttir
- Auglýsing -