Grindavík hefur samið við hina áströlsku Eve Braslis um að leika með liðinu í Subway-deild kvenna á komandi tímabili. Braslis er 23 ára gömul,186 sentimetrar á hæð og hefur leikið með Pepperdine og Utah Valley háskólunum vestanhafs, auk þess sem hún var nýlega á mála hjá liði Geelong LS í áströlsku úrvalsdeildinni. Hjá Geelong skoraði hún um 16 stig að meðaltali í leik.
Grindavík endaði í 5. sæti Subway deildarinnar á síðustu leiktíð, 14 stigum frá sæti í úrslitakeppninni.