spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaGrindvíkingar búnir að jafna!

Grindvíkingar búnir að jafna!

Leikur 2 í einvígi Grindavíkur og Valsmanna fór fram í kvöld í Smáranum. Valsmenn unnu naumlega fyrsta leikinn og því mátti búast við hörkuleik í kvöld. Valsmenn urðu fyrir áfalli í fyrsta leiknum þegar Kári Jónsson meiddist alvarlega. En leikurinn sjálfur var hin mesta skemmtun, Grindavík kláraði leikinn í þriðja leikhluta og unnu 80-76 þrátt fyrir að Valsmenn náðu að velgja þeim verulega undir uggum undir lokin.

Óla Óla gerði fyrstu körfu leiksins, sem kannski veit á gott, því hann skoraði ekki eina körfu síðast í opnum leik.  Valsmenn svöruðu reyndar með næstu 9 stigin. En Grindavík voru fljótir að ná vopnum sínum og  náðu forystunni aftur.  Þeir héldu henni út leikhlutann 23-18 í hörkuskemmtilegum leikhluta.

Byrjun annars leikhluta einkenndist af miklum  hita og barningi, allir ósáttir með dómana og ekki dómana sem endaði með að þjálfarar beggja liða fengu tæknivíllu á sama tíma. Miklar tilfinningar og mikil skemmtun.  Leikurinn var I algjörum járnum og þó nokkuð mikið af mistökum og ekki mikið skorað.  Grindavík leiddi í hálfleik, eftir glæsilegan flautuþrist hjá Arnóri, 43-36.

Það var ekkert lát á baráttunni og fjörinu í seinni hálfleik, Pargo byrjaði í banastuði.  Grindavík með forystuna en Valsmenn aldrei langt undan en þeim gekk ílla að jafna. Grindavík náðu síðan smá áhlaupi og koma muninum mest upp í 14. stig. En Grindavík vík fór með forystu inn í 4. leikhlutann 67-53.

Það var eins og öll vötn rynnu til Grindavíkur í síðasta leikhlutanum, stemmgin var öll hjá heimaliðinu, enda með góða forystu og flest allt gekk upp hjá þeim.  Valsmenn reyndu þó eftir megni að minnka muninn og gerðu mjög heiðarlega tilraun og voru í raun grátlega nálægt því að stela þessu. En Grindavík hélt haus og jöfnuðu þvi einvígið og unnu, 80-76

Stighæstir hjá Grindavík voru að venju Kane og Pargo, Kane setti 21 stig og Pargo 24. Mortensen reif niður 14 fráköst. Hjá Valsmönnum var Badmus með 20 stig og Badmus með 14 stig og Kristinn með 12.  

Þriðji leikur liðanna fer fram 10. apríl klukkan 19:30 í N1 höllinni.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -