spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaGrindavík vann sinn fjórða leik í röð er liðið lagði Hauka í...

Grindavík vann sinn fjórða leik í röð er liðið lagði Hauka í HS Orku Höllinni

Grindavík lagði Hauka í HS Orku Höllinni í kvöld í 21. umferð Subway deildar karla, 77-72.

Eftir leikinn eru Haukar í 4. sæti deildarinnar með 26 stig á meðan að Grindavík er í 6. sætinu með 22 stig.

Atkvæðamestir fyrir Grindavík í leiknum voru Ólafur Ólafsson með 14 stig, 13 fráköst, 10 stoðsendingar og Damier Pitts með 21 stig.

Fyrir Hauka var það Norbertas Giga sem dró vagninn með 18 stigum og 9 fráköstum. Honum næstur var Daniel Mortensen með 9 stig, 9 fráköst og 5 stoðsendingar.

Í lokaumferð deildarinnar sem fram fer komandi fimmtudag 30. mars taka Haukar á móti Breiðablik og Grindavík mætir Þór í Þorlákshöfn.

Tölfræði leiks

Myndasafn (Væntanlegt / Ingibergur Þór)

Grindavík : Damier Erik Pitts 21, Gkay Gaios Skordilis 15/9 fráköst, Ólafur Ólafsson 14/13 fráköst/10 stoðsendingar, Zoran Vrkic 11/7 fráköst, Nökkvi Már Nökkvason 10, Valdas Vasylius 4, Bragi Guðmundsson 2/5 stoðsendingar, Hilmir Kristjánsson 0, Hinrik Guðbjartsson 0, Kristófer Breki Gylfason 0, Magnús Engill Valgeirsson 0, Arnór Tristan Helgason 0.


Haukar: Darwin Davis Jr. 19, Norbertas Giga 18/9 fráköst, Hilmar Smári Henningsson 13/6 fráköst, Orri Gunnarsson 13/4 fráköst, Daniel Mortensen 9/9 fráköst/5 stoðsendingar, Daníel Ágúst Halldórsson 0, Gerardas Slapikas 0, Kristófer Breki Björgvinsson 0, Kristófer Kári Arnarsson 0, Þorkell Jónsson 0, Alexander Óðinn Knudsen 0, Emil Barja 0.

Fréttir
- Auglýsing -