spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaGrindavík tryggði sig í úrslitakeppnina með eins stigs sigri

Grindavík tryggði sig í úrslitakeppnina með eins stigs sigri

Grindavík hafði betur gegn Hamar/Þór í kvöld í lokaleik Bónus deildar kvenna í Smáranum, 91-90.

Með sigrinum tryggði Grindavík sig inn í úrslitakeppni deildarinnar, þar sem þær munu mæta deildarmeisturum Hauka í fyrstu umferð. Hamar/Þór mun hinsvegar fara í umspil um sæti í deildinni gegn þremur fyrstu deildar félögum, KR, Selfoss og Fjölni.

Líkt og tölurnar gefa til kynna var leikur kvöldsins nokkuð jafn og spennandi. Lengst af var það þó Hamar/Þór sem leiddi, mest var það með 14 stigum í þriðja fjórðungnum. Undir lokin mátti þó varla sjá á milli liðanna tveggja og voru það tvö víti Sofie Tryggedsson sem innsigluðu sigurinn fyrir Grindavík þegar aðeins nokkrar sekúndur voru eftir, 91-90.

Atkvæðamestar í liði Hamars/Þórs voru Abby Beeman með 43 stig, 9 fráköst, 8 stoðsendingar, 4 stolna bolta og Kristrún Ríkey Ólafsdóttir með 14 stig og 9 fráköst.

Fyrir Grindavík voru atkvæðamestar Hulda Björk Ólafsdóttir með 26 stig, 3 fráköst og Daisha Bradford með 25 stig, 10 fráköst og 7 stoðsendingar.

Tölfræði leiks

Grindavík: Hulda Björk Ólafsdóttir 26, Daisha Bradford 25/10 fráköst/7 stoðsendingar, Mariana Duran 15/6 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir, Isabella Ósk Sigurðardóttir 11/6 fráköst/3 varin skot, Ena Viso 6/6 fráköst/6 stoðsendingar, Ólöf Rún Óladóttir 4, Sofie Tryggedsson Preetzmann 2/5 fráköst, Sóllilja Bjarnadóttir 2, Þórey Tea Þorleifsdóttir 0, Hjörtfrídur Óðinsdóttir 0, Jenný Geirdal Kjartansdóttir 0, Sædís Gunnarsdóttir 0.


Hamar/Þór: Abby Claire Beeman 43/9 fráköst/8 stoðsendingar, Kristrún Ríkey Ólafsdóttir 14/9 fráköst, Jóhanna Ýr Ágústsdóttir 11, Hana Ivanusa 10/6 fráköst, Anna Soffía Lárusdóttir 4, Gígja Rut Gautadóttir 3/5 fráköst, Bergdís Anna Magnúsdóttir 3, Matilda Sóldís Svan Hjördísardóttir 2, Þóra Auðunsdóttir 0, Guðrún Anna Jónsdóttir 0, Jara Björk Gilbertsdóttir 0.

Fréttir
- Auglýsing -