spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaGrindavík sterkari á lokasprettinum í Smáranum

Grindavík sterkari á lokasprettinum í Smáranum

Grindavík hafði betur gegn Njarðvík í Smáranum í kvöld í A deild Subway deildar kvenna, 77-69.

Eftir leikinn eru liðin jöfn að stigum í 2.-3. sæti deildarinnar með 28, en Njarðvík á innbyrðisviðureignina á Grindavík.

Leikur kvöldsins var hnífjafn í upphafi þar sem aðeins stigi munaði á liðunum eftir fyrsta leikhluta, 19-20. Undir lok fyrri hálfleiks ná heimakonur í Grindavík þó ágætis tökum á leiknum og eru 9 stigum yfir þegar liðin halda til búningsherbergja í hálfleik, 39-30.

Í upphafi seinni hálfleiksins halda heimakonur áfram að bæta við forskot sitt og eru mest 16 stigum yfir í lok þess þriðja, en munurinn fyrir lokaleikhlutann eru 14 stig, 63-49. Njarðvík gerir vel að koma til baka í lokaleikhlutanum og nær að jafna leikinn á lokamínútunum. Grindavík nær þá aftur að setja fótinn á bensíngjöfina og sigrar að lokum nokkuð örugglega, 77-69.

Atkvæðamest í liði Grindavíkur var Sarah Sofie Mortensen með 20 stig, 12 fráköst og 4 stoðsendingar. Fyrir Njarðvík var Emilie Hesseldal atkvæðamest með 14 stig, 9 fráköst og 4 stolna bolta.

Tölfræði leiks

Viðtöl birt upphaflega á vef Víkurfrétta

Fréttir
- Auglýsing -