spot_img
HomeFréttirGrindavík sprækari á flestum sviðum

Grindavík sprækari á flestum sviðum

Toppslagur í Hólminum þar sem Grindavík komu í heimsókn á Snæfellsnesið. Fyrir leikinn var Grindavík í öðru sæti og Snæfell í því þriðja, bæði með 18 stig. Fyrri leikur liðanna fór 110-102 fyrir Grindavík í Grindavík.
 
Byrjunarliðin.
Snæfell: Jón Ólafur, Asim McQueen, Pálmi Freyr, Jay Threatt, Sveinn Arnar Davíðsson.
Grindavík: Jóhann Árni, Aaron Broussard, Samuel Zeglinski, Sigurður Þorsteinsson, Þorleifur Ólafsson
 
Snæfell setti sín fyrstu stig eftir 2:30 mínútna leik en Grindavík komst í 0-7 þar sem Jóhann Árni smellti fimm stigum. Grindavík var að spila góða vörn og hraðar sóknir og uppskáru að halda forskoti 9-17. Grindavík voru að spila eins og áður sagði fantavörn og voru að leiða með 9 stigum 15-24 eftir fyrsta hluta.
 
Meira varð um fálm og tog þar sem nokkrar villur fóru að fjúka á einn og annan og leikar að harðna og höfðu verið bara kurteisir fram að þessu. Staðan 22-31 fyrir Grindavík og leikurinn jafnari. Þorleifur náði stemmingsþrist 24-37 og Grindavík virtist ætla sér eitthvað. Snæfell kom sér úr 31-41 í 36-41 en liðin voru að missa boltan á víxl undir lokin og líkamlega töff leikur í gangi. 40-45 var staðan í hálfleik.
 
Hjá Snæfelli var Nonni Mæju kominn með 13 stig og Asim McQueen með 11 stig. Hjá Grindavík var Jóhann Árni með 10 stig og Sammy Zeglinski með 9 stig. Sigurður Gunnar var þó fast á hæla þeirra með 8 stig.
 
Grindavíkingar komu ferkir til baka og settu leikin strax í 11 stiga forskot 42-53 með sama krafti og í fyrri hálfleik. Snæfell setti í svæðisvörn og uppskáru að komast nær 55-60 og náðu fínum stoppum á sóknir Grindavíkur. Það var svo þrautin að elta svona fyrir Snæfell en Jay Threatt smellti niður þremur þristum og kom Snæfelli í 64-60. Staðan eftir þriðja hluta var 66-60 og borðin höfðu snúist við þar sem sóknarleikur Snæfells var hreint afbragð með svæðisvörinni.
 
Meiri spenna var hlaupin í leikin þó hún hafi verið til staðar heilt yfir og nákvæmlega þannig viljum við hafa svona slagi þegar Grindavík komst yfir 68-69 og Snæfell aftur 73-72 með þrist frá Pálma Frey en Þorleifur svaraði 73-74 og svaka stuð í bænum. Samuel Zeglinski fór útaf meiddur á ökkla og Grindavík komst með baráttu í sóknum sínum í 75-81 og villur fuku á Snæfellinga þegar 3 mínútur voru eftir. Grindavík keyrði vel og hittu vel en Snæfelli gekk illa að fá boltann niður og Grindavík komst í 77-86.
 
Snæfell komst í séns með áræðni og staðan var 84-86 þegar 26 sekúndur voru eftir. Grindavík hélt hins vegar haus undir lokin og Snæfell náði ekki að gera sér leik úr þessu í lokin þar sem Grindavík fékk nægan tíma að til að éta upp klukkuna og sigraði 84-90 í hreint frábærum toppslag.
 
Snæfell: Jay Threatt 23/4 frák/9 stoðs/3 stolnir. Asim McQueen 22/12 frák. Jón Ólafur 17/5 frák. Pálmi Freyr 9/4 stoðs. Sveinn Arnar 7/4 frák. Ólafur Torfason 5. Sigurður Þorvaldsson 1/4 frák. Stefán Karel 0. Hafþór Ingi 0. Tinni Guðmundsson 0. Óttar Sigurðsson 0. Kristófer Sævarsson 0.
 
Grindavík: Jóhann Árni 23/3 stoðs. Þorleifur Ólafsson 18/3 frák/5 stoðs. Aaron Broussard 15/19 frák/6 stoðs/5 stolnir. Sigurður Gunnar 12/4 frák. Samuel Zeglinski 9/7 frák/5 stoðs. Ómar Örn Sævarsson 6/6 frák. Ryan Pettinella 3/4 frák. Jón Axel 2. Davíð Bustion 2. Björn Steinar 0. Jens Valgeir 0.
 
 
Umfjöllun/ Símon B Hjaltalín
  
Fréttir
- Auglýsing -