spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaGrindavík sektað vegna ummæla Clinch á Twitter

Grindavík sektað vegna ummæla Clinch á Twitter

Það vakti nokkra athygli fyrir nokkru þegar leikmaður Grindavíkur Lewis Clinch birti tíst þar sem hann gagnrýndi dómara leiks Keflavíkur og Njarðvíkur harðlega. 

Ákveðið var að senda tíst hans til Aga-og úrskurðarnefndar KKÍ en þetta er í fyrsta sinn sem stjórn KKÍ grípur til þess. Niðurstaða var birt fyrr í dag.

Tvenn ummæli Clinch voru tekin fyrir samkvæmt úrskurði nefndarinnar. Þau voru eftirfarandi:

„The ref‘s in Iceland showed favoritism in the njarvaik vs kef game. Seems like they
wanted Njarvik to win.“ og þau seinni sem voru svar við öðrum ummælum: „Makes sense. They needed to even it out in the end. I honestly dont (sic) care who wins or
loses. I hate both teams. Games just need to be called even.“

Niðurstaðan var sú að ekki ætti að refsa leikmanninum beint en sekta þyrfti félag leikmannsins. Körfuknattleiksdeild Grindavíkur fékk því 50 þúsund króna sekt fyrir ummælin. Þá sætir Lewis Clinch ávítum vegna ummælanna.

Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér.

Fréttir
- Auglýsing -