spot_img
HomeFréttirGrindavík Reykjanesmeistarar 2007

Grindavík Reykjanesmeistarar 2007

00:00

{mosimage}
(Grindavík vann öruggan sigur á Stjörnunni)

Lið Grindavíkur varð hlutskarpast á Reykjanesmóti karla 2007 þegar liðið lagði Stjörnuna að velli í úrslitaleik á Ásvöllum í kvöld. Sigur Grindvíkinga var nokkuð öruggur og lokatölur 85-69.

Í þriðja sæti varð Breiðablik sem vann Njarðvík naumt 91-87. Stigahæstur hjá Blikum var Tony Cornett með 16 og Halldór Halldórsson bætti við 13. Í liði Njarðvíkur var Friðrik Stefánsson með 15 stig og Ágúst Dearborn skoraði 11.

{mosimage}

Keflavík náði fimmta sætinu en liðið vann sigur á Haukum eftir jafnan og spennandi leik. Haukar leiddu rétt áður en hálfleiksflautan gall en góður kafli hjá Keflavík í þriðja leikhluta skildi liðin að og Keflavík vann 95-83.

Lokastaðan:
1. Grindavík
2. Stjarnan
3. Breiðablik
4. Njarðvík
5. Keflavík
6. Haukar
7. Reynir Sandgerði

myndir: [email protected]

[email protected]

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -