Grindavík lagði Fjölni með 81 stigi gegn 79 í öðrum leik liðanna í úrslitum 1. deildar kvenna. Grindavík því komnar með tvo sigra gegn engum í einvíginu og geta því tryggt sæti sitt í Dominos deildinni með sigri í næsta leik.
Leikurinn í kvöld var í járnum frá byrjun til enda. Stigi munað á liðunum eftir fyrsta leikhluta, 26-25 og fjórum stigum í hálfleik, 45-41. Fyrir lokaleikhlutann munaði svo aðeins tveimur stigum á þeim, 57-55. Undir lokin var það svo Hanna Louise Cook sem skoraði sigurkörfu Grindavíkur, þegar aðeins 8 sekúndur voru eftir.
Næsti leikur einvígissins fer fram á heimavelli Fjölnis í Dalhúsum komandi miðvikudag kl. 19:15.
Viðtöl:
Grindavík-Fjölnir 81-79
Gangur leiks (26-25, 19-16, 12-14, 24-24)
Grindavík: Hannah Louise Cook 28/13 fráköst, Hrund Skúladóttir 16/13 fráköst/8 stoðsendingar, Ingibjörg Jakobsdóttir 15/5 fráköst/6 stoðsendingar, Sigrún Elfa Ágústsdóttir 12, Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir 6/4 fráköst, Elsa Albertsdóttir 2/10 fráköst, Andra Björk Gunnarsdóttir 2, Anna Margrét Lucic Jónsdóttir 0, Thea Ólafía lucic Jónsdóttir 0, Angela Björg Steingrímsdóttir 0, Sædís Gunnarsdóttir 0.
Fjölnir: Brandi Nicole Buie 32/13 fráköst/8 stoðsendingar, Berglind Karen Ingvarsdottir 13/5 fráköst, Fanney Ragnarsdóttir 9, Heiða Hlín Björnsdóttir 8, Anna Ingunn Svansdóttir 7/4 fráköst, Erla Sif Kristinsdóttir 7/8 fráköst, Margret Osk Einarsdottir 3, Rakel Linda Þorkelsdóttir 0, Fanndís María Sverrisdóttir 0, Margrét Eiríksdóttir 0.