Íslandsmeistara Grindavíkur og Bikarmeistarar Stjörnunar mættust í kvöld í Röstinni í Grindavík til að etja kappi um titilinn Meistari Meistaranna. Svo fór að Grindvíkingar skoruðu 105 stig gegn 96 stigum þeirra Stjörnumanna og voru þar með krýndir Meistarar Meistaranna. Grindvíkingar voru vel að þessu komnir spiluðu betur þetta kvöldið en Stjörnumenn mega eiga það að þeir börðust vel og voru aldrei langt undan sem. Leikurinn í heild var svo sem ágætis skemmtun, mikið skorað og lítið um tilþrif og meira af haustbrag.
En það voru ungir og sprækir uppaldir Grindvíkingar þeir Jón Axel Guðmundsson og Hilmir Kristjánsson sem stálu svo sannarlega senunni þetta kvöldið. Hilmir sem er aðeins á 16. ári setti niður 12 stig í fjórða leikhluta og lagði grunninn af sigri þeirra gulu og Jón Axel er að koma feiknar sterkur til leiks og sýnir stærri og reyndari löxum í tjörninni litla virðingu. Grindvíkingar skörtuðu nýjum erlendum leikmanni sem virtist enn vera að fóta sig í Grindavíkinni. Á þeim 13 mínútum sem að Kendall Timmons fékk í þessum leik skoraði hann aðeins 3 stig og sem fyrr segir á hann líkast til eftir að finna sína fjöl í Röstinni.
Að Stjörnumönnum þá voru þeir einnig að frumsýna nýjan leikmann. Nasir Robinson komst ansi vel frá þessum leik með 32 stig og 7 fráköst og að því er virtist eiga soldið í land með hlaupaformið. En varnarleikur þeirra Stjörnumanna míglak þetta kvöldið og það kom þeim að falli því að öllu jöfnu eiga 96 stig að skila sigri.