Grindvíkingar eru Lengjubikarmeistarar 2011 eftir 75-74 spennusigur á Keflavík í úrslitaviðureign liðanna sem fram fór í DHL-Höllinni í dag.
Keflvíkingar áttu lokasókn leiksins þar sem Charles Parker brenndi af mögulegu sigurskoti á síðustu sekúndunum og því fögnuðu Grindvíkingar sigri.
J´Nathan Bullock gerði 27 stig og tók 11 fráköst í liði Grindavíkur en Steven Gerard var besti maður Keflavíkur í dag með 26 stig.
Mynd/ [email protected] – Frá viðureign Keflavíkur og Grindavíkur sem nú stendur yfir í DHL-Höllinni.