Njarðvík lagði Grindavík í kvöld í Ljónagryfjunni, 102-76.
Eftir leikinn er Njarðvík í 2. sæti deildarinnar með 24 stig á meðan að Grindavík er í 6. sætinu með 18 stig.
Líkt og tölurnar gefa til kynna var sigur Njarðvíkur nokkuð öruggur í kvöld. Leikurinn þó nokkuð jafn eftir fyrsta leikhluta, en strax í öðrum leikhlutanum ná þeir að byggja sér upp forystu. Fara með tólf stiga forskot til búningsherbergja í hálfleik, 51-39.
Í upphafiu seinni hálfleiksins gerir Njarðvík svo vel að halda í forystuna og eru sextán stigum yfir eftir þrjá leikhluta, 74-58. Að lokum sigla þeir svo mjög svo öruggum 26 stiga sigur í höfn, 102-76.
Leikur kvöldsins var sá síðasti hjá báðum fyrir landsleikjahlé. Næst leikur Njarðvík gegn Breiðablik í Smáranum þann 3. mars á meðan að Grindavík á leik degi seinna þann 4. mars gegn Vestra heima í HS Orku Höllinni.
Njarðvík: Mario Matasovic 20/8 fráköst, Dedrick Deon Basile 19/8 fráköst/6 stoðsendingar, Fotios Lampropoulos 19/6 fráköst, Veigar Páll Alexandersson 15, Haukur Helgi Pálsson 14/5 stoðsendingar, Nicolas Richotti 11/6 stoðsendingar, Elías Bjarki Pálsson 2, Logi Gunnarsson 2/5 stoðsendingar, Mikael Máni Möller 0, Bergvin Einir Stefánsson 0, Ólafur Helgi Jónsson 0.
Grindavík: Elbert Clark Matthews 21, Ivan Aurrecoechea Alcolado 21/9 fráköst, Naor Sharabani 20/5 fráköst/5 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 7, Javier Valeiras Creus 6, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 1, Kristófer Breki Gylfason 0, Magnús Engill Valgeirsson 0, Kristinn Pálsson 0.