22:36
{mosimage}
(Páll Axel Vilbergsson var stigahæstur í Grindavíkurliðinu í kvöld)
Fjórtándu umferð í Iceland Express deild karla í körfuknattleik lauk í kvöld með viðureign Grindavíkur og Stjörnunnar í Röstinni í Grindavík. Lokatölur leiksins voru 103-91 Grindavík í vil.
Stigahæstur í liði Grindavíkur var Páll Axel Vilbergsson með 24 stig, 4 fráköst og 4 stoðsendingar en félagarnir Jovan Zdravevski og Dimitar Karadzovski gerðu báðir 22 stig fyrir Stjörnuna. Auk þess var Dimitar með 10 stoðsendingar.
Eftir sigurinn hefur Grindavík 20 stig í 3. sæti deildarinnar en Stjarnan er með 10 stig í 8. sæti.