Grindavík lagði Val í Origo höllinni í kvöld í 12. umferð Subway deildar kvenna, 72-93.
Eftir leikinn er Grindavík í 2. sæti deildarinnar með níu sigra og þrjú töp á meðan að Valur er í 7. sætinu með sex sigra og sex töp það sem af er tímabili.
Atkvæðamestar fyrir Grindavík í leiknum voru Danielle Rodriguez með 16 stig, 6 fráköst, 7 stoðsendingar og Hulda Björk Ólafsdóttir með 18 stig og 3 fráköst.
Fyrir Íslandsmeistara Vals var það Ásta Júlía Grímsdóttir sem skilaði 18 stigum, 10 fráköstum og 6 stoðsendingum. Þá var Hildur Björg Kjartansdóttir með 18 stig, 3 fráköst og Guðbjörg Sverrisdóttir skilaði 12 stigum og 5 fráköstum.
Bæði lið eiga leik næst komandi þriðjudag 12. desember, en þá mætir Valur liði Þórs á Akureyri og Grindavík mætir Njarðvík í Smáranum.