Síðustu helgi tryggði Grindavík sér Íslandsmeistaratitilinn í minnibolta 10 ára drengja með sigri á lokamóti sem fram fór í Umhyggjuhöllinni í Garðabæ.
Á þessu lokamóti vann Grindavík alla fimm leiki sína og var leikurinn sem tryggði þeim titilinn æsispennandi sigur gegn Stjörnunni, 28-26. Önnur lið sem léku á úrslitamótinu voru Skallagrímur, Sindri, Breiðablik, Keflavík og svo Stjarnan, sem endaði í öðru sæti mótsins.
Hér fyrir ofan má sjá mynd af sigurliði Grindavíkur með þjálfara sínum Jóhanni Árna Ólafssyni.
Mynd / KKÍ