spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaGrindavík heimsótti Meistaravelli

Grindavík heimsótti Meistaravelli

Bónus deildar lið Grindavíkur hafði betur gegn fyrstu deildar liði KR í æfingaleik á meistaravöllum í dag, en bæði lið undirbúa sig þessa dagana fyrir upphaf tímabilsins sem er nú um næstu mánaðarmót. Óhætt er að segja að Grindavík hafi haft tögl og haldir á leik dagsins frá byrjun til enda. Samkvæmt heimildum áttu heimakonur í KR þó í fullum tygjum við Bónus deildar liðið á löngum köflum. Niðurstaðan að lokum var þó gífurlega öruggur sigur gestanna úr Grindavík, 66-90.

Stigahæst heimakvenna í leiknum var Rebekka Rut Steingrímsdóttir með 16 stig. Henni næstar voru Arndís Rut Matthíasdóttir með 14 stig og Anna María Magnúsdóttir með 12 stig.

Fyrir gestina úr Grindavík var Sofie Tryggedsson stigahæst með 22 stig. Þá skiluðu Kat­arzyna Trzeciak 16 stigum og Hulda Björk Ólafsdóttir var með 14 stig.

Fréttir og tölfræði úr æfingaleikjum má senda á [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -