Fyrir leikinn höfðu Grindavík (f/u tapað gegn meisturum Snæfells í Stykkishólmi) verið á blússandi siglingu síðan um miðjan desember, eftir að Rachel Tecca var sagt upp og nýr útlendingur hafði verið fenginn til starfa í Kristina King, höfðu þær varla tapað leik. Á meðan að lið Keflavíkur hafði, þrátt fyrir að vera á sömu siglingu (m/þ að vinna meistara Snæfells í tvígang), þurft að eiga við eilitla manneklu sökum hættulegra tilburða mótherja í síðasta deildarleik sínum (þar sem að stjörnuleikmaður þeirra, Carmen Tyson-Thomas var rifbeinsbrotin) og vegna banns aga- og úrskurðarnefndar var Ingunn Embla enn fjarverandi og Birna Valgarðsdóttir lá heima lasin.
Mikið undir þó fyrir bæði lið. Fyrir Keflavík að eygja þess von að ná því að jafna meistara Snæfells að stigum í deildinni, og með því þá, tryggja sér heimavallaréttinn ef (…og þegar) að kemur lokaúrslitum úrslitakeppni þessa tímabils. Fyrir Grindavík að tryggja stöðu sína í þriðja sæti deildarinnar og sýna verðandi bikarúrslita-mótherjum sínum frá Keflavík hvar Davíð keypti ölið.
Fyrri hálfleikur leiksins var algjörlega eftir bókinni, þ.e. að í Keflavíkurliðið vantaði leikstjórnanda í Ingunni Emblu, í Carmen Tyson Thomas “go-to” manneskju í sókninni og að Grindavík væri flott lið sem hefði verið á “mikilli” siglingu síðan laust fyrir áramót.
Sóknarlega, virtist lið Keflavíkur ekki ráða neitt við þessa vöntun mannskaps, þær reyndu að bæta upp fyrir það hinum megin á vellinum með lifandi varnarleik og dugnað, en allt kom þó fyrir ekki. Grindavík, sem hafði nákvæmlega ekkert fyrir því, fór með óskiljanlega tveggja stiga forystu til búningsherberja í hálfleik, í 31-29. Í þessum fyrri hálfleik munaði mest um hina gamalreyndu Petrúnellu Skúladóttur fyrir Grindavík, sem var með 9 stig og 5 fáköst, á meðan að hjá Keflavík var það, minni spámaður, Hallveig Jónsdóttir sem dróg vagninn með 7 stig.
Eftir leikhlé, í þeim þriðja, mætti Grindavík mun agaðra til leiks en það hafði gert áður í leiknum. Þar sem að þær í raun náðu að klára leikinn. Með því að vinna leikhlutann með 10 stiga mun, og fara til þess síðasta með heila 12 stiga forystu.
Grindavík, náði að halda þann mun út og sigraði leikinn með 9 stigum, 67-58.
Í leiknum var deginum ljósara hversu mikið Keflavík saknaði Ingunnar (bann), Carmen (meidd), Lovísu (meidd) og Birnu (bann). Sóknarleikur Keflavíkur leit út fyrir að vera svipað skipulagður og sá er minnibolti temur sér. Grindavík gerði sér (…þó næstum ekki) mat úr því. Í raun ekkert óeðlilegt að lið eins og Keflavík (eða hvaða lið sem er) sakni ofangreindra leikmanna, ótrúlegt frekar að tapið hafi ekki verið stærra fyrir þær. Í raun hefði Grindavík með alla þá hæfileika og reynslu sem býr í liði þeirra (… sem og kannski bara m.v. spilamennsku þeirra síðustu vikur og þá staðreynd að nánast allt bit (f/u Söru kannski) hafði verið tekið úr sókn Keflavíkur) átt að sigra þennan leik með 30-40 stigum.
Minni spámenn Keflavíkur s.s. Hallveig, Thelma Dís og Emelía Ósk eru ekki leikmenn sem mikið er skrifað er um, en þær þó, spiluðu helling í leik kvöldsins og náðu að sýna fram á það (fullt erindi gegn reyndari leikmönnum Grindavíkur), með litlu 9 stiga tapi, að framtíðin er virkilega björt í Keflavík. Ef ekki hefði vantað alla stjórn á sóknarleik Keflavíkur, allan leikinn, í kvöld, þá er aldrei að vita hvernig hefði farið.
Hlutirnir hjá Grindavík, virðast, hinsvegar allir vera að smella á réttum tíma. Stjörnuleikmaður þeirra, Pálína Gunnlaugsdóttir, átti, hreint magnaðan leik í kvöld þar sem hún skoraði 20 stig og stal 3 boltum.
Heilt yfir, skelfilegur körfuboltaleikur þó, þar sem að á tímum, ekki mátti milli sjá hvort liðið væri að reyna að vinna. Einhverjir 30+ tapaðir boltar, 10+ afbrennd sniðskot, nýting beggja liða niðri í kjallara og fleira þar frameftir götunum.
Maður leiksins var leikmaður Grindavíkur, Petrúnella Skúladóttir, en hún skoraði 11 stig og tók 10 fráköst í kvöld.
Grindavík-Keflavík 67-58 (13-11, 18-18, 26-16, 10-13)
Grindavík: Pálína Gunnlaugsdóttir 20, Kristina King 12/8 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 11/10 fráköst, María Ben Erlingsdóttir 10/5 fráköst, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 10/4 fráköst/5 stoðsendingar, Lilja Ósk Sigmarsdóttir 2/6 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 2, Berglind Anna Magnúsdóttir 0, Hrund Skuladóttir 0, Jeanne Lois Figeroa Sicat 0, Katrín Ösp Rúnarsdóttir 0, Elsa Katrín Eiríksdóttir 0.
Keflavík: Sara Rún Hinriksdóttir 12/10 fráköst/3 varin skot, Bryndís Guðmundsdóttir 11/7 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 10/6 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 7, Marín Laufey Davíðsdóttir 6, Bríet Sif Hinriksdóttir 6, Thelma Dís Ágústsdóttir 4/5 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 2, Svanhvít Ósk Snorradóttir 0, Kristjana Eir Jónsdóttir 0, Irena Sól Jónsdóttir 0, Elfa Falsdottir 0.
Umfjöllun,myndir,viðtöl/ Davíð Eldur
Sara – Keflavík:
Sverrir – Grindavík: