spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaGrindavík hafði betur í hörkleik

Grindavík hafði betur í hörkleik

Sjónvarpsleikur kvöldsins var viðureign Fjölnis og Grindavíkur. Leikurinn byrjaði fremur rólega og það var eins og leikmenn væri að finna taktinn. Liðin skiptust á forystu lengst af í fyrsta leikhluta. Í öðrum leikhluta áttu Grindavíkurkonur gott áhlaup og náðu ágætri forystu en Fjölnir var aldrei langt undan og náðu þær að minnka muninn í 5 stig í hálfleik 43-48

Eftir leikhlé mættu Grindvíkingar ákveðnari til leiks.  Fjölniskonur hafa átt það til að  gefa of mikið eftir er líða tekur á leiki liðsins. En, í kvöld náðu þær hins vegar góðu áhlaupi um miðjan þriðja leikhluta og voru nálægt því að jafna. Þá refsuðu gestirnir með hverri körfunni á fætur annari. Vörn Grindvíkinga var líka mjög hreyfanleg og erfitt að finna á henni glufur.

Munurinn er flautað var til fjórða leikhluta var samt ekki meiri en 6 stig, sem er auðvitað jafn leikur þannig séð.

Fjörði leikhluti var æsispennandi og þrátt fyrir orð fréttaritara um að Fjölnir gæfi eftir í seinni hluta leikja þá var það ekki upp á teningnum í þessum lokahnykk. Þær börðust eins og ljón og áttu alltaf möguleika gegn sterku liði Grindavíkur sem spilaði fasta vörn. Munurinn lengst af 1-2 körfur.

Undir lokin sneri Raquel sig og lá illa kvalin á vellinum er 90 sek voru eftir. Staðan var þá 72-79. Það fór því svo að Grindavíkurkonur höfðu betur í Dalhúsum í kvöld. Lokatölur 76-81.

Verulega hallaði á liðin í villum kvöldsins. Fjölnir fékk á sig 16 villur en Grindavík helmingi færri.

Eins og oft áður þá var það Raquel Laneiro sem dró vagninn fyrir Fjölniskonur og skilað hún 23 stigum.  Hjá Grindavík var það Danielle Rodriguez sem setti 24 stig á töfluna.

Tölfræði leiks

Myndasafn

Fréttir
- Auglýsing -