21:48
{mosimage}
Annar leikur í seríu Grindavíkur og Snæfells var háður í kvöld í Stykkishólmi. Grindavík leiddi fyrir leikinn 1-0 eftir stórsigur í fyrsta leik. Páll Axel hvíldi einn leik til en Snæfellingar með alla heila. Grindavík sigraði 81-84 eftir jafnan leik þar sem Snæfellingar stöggluðu undir lokin við og Grindavík leiðir 2-0. Hjá Snæfell var Siggi Þorvalds með 27 stig, 6 frák og Hlynur 18 stig, 8 frák. Jón Ólafur og Magni voru með 8 stig hvor. Hjá Grindavík var Brenton með 23 stig, Þorleifur 17 stig. Arnar Freyr 12 stig og Nick 10 stig.
Sigurður vildi fá meira fyrir sinn snúð og sagði brotið á sér í síðasta skotinu í samtali við Karfan.is. "Við vorum að ströggla meira í fjórða hluta sóknarlega en vörnin var fín seinni hálfleikinn og við getum tekið það með okkur. En við erum komnir upp að gamla góða veggnum og verðum að eiga góða spyrnu í Grindavík við komum með allt okkar undir þangað"
Þorleifur var að vonum kátur eftir erfiðan útileik. "Við ætluðum okkur þetta í kvöld og vorum klaufar að hleypa þeim inn í okkar leik því ef þú gleymir að spila vörn á móti þessu liði þá refsa þeir. En þetta var góður sigur upp á framhaldið og eftir að hafa lent undir í þeim í fyrra í en við héldum haus núna var mikilvægt. Þetta verður erfitt í síðasta leiknum því hann er eftir og Snæfell eru ekkert hættir en við ætlum okkur að taka þetta"
Snæfellingar voru óheppnir í skotum sínum fyrst um sinn og Grindavík komst fljótt í 6-10. Það var ekki fyrr en Jón Óafur setti þrist og jafnaði 10-10 og Siggi Þ annan til 13-10 að sóknir voru að fljóta betur og varnarleikur Snæfells meira sannfærandi en í fyrri leiknum. 17-17 var örlagastaða úr fyrri leiknum og sá Snæfell vart til sólar þá en annað var uppi á teningnum núna þar sem einbeitingin var betri og leikurinn jafnari í fyrsta hluta. Grindavík voru að reyna pressu sem dugði lítið en Nick Bradford hafði orðið eitthvað æstur og lét hendurnar tala á lögregluþjóninum Magna en uppskar einungis sóknarvillu sem var vægt tekið á. Grindavík var naumalega yfir 20-21 eftir fyrsta hluta.
Eftir jafnan leik í öðrum hluta og staðan 31-33 um miðjan hlutan fékk Nökkvi 3 villur í röð og var kominn með fjórar villur. Helgi Guðfinns aftur á móti setti mikilvæga tvo þrista á stuttum tíma til að halda sínum mönnum gangandi og komust Grindavík í 34-40. Grindvíkingar voru þó að halda sér inni og nýttu sóknirnar betur en Snæfellingar voru að brasa við sóknirnar og voru að hnoðast þegar staðan var orðin 38-47 fyrir Grindavík. Snæfell átti þó smá breik undir lokin en Brenton sá til þess að Grindavík væri 44-52 yfir í hálfleik.
Hjá Snæfelli höfðu þjálfaranir bætt sig frá síðasta leik og var Hlynur kominn með 13 stig og 4 frák. Siggi Þorvalds 12 stig og 4 frák. Nonni og Magni voru með 5 stig hvor. Hjá Grindavík var Brenton búinn að setja 13 stig og var að spila vel ásamt Helga sem var búinn að skora 8 stig líkt og Þorleifur.
Páll Kristins fékk sína fjórðu villu snemma í þriðja hluta og voru Grindavík að spila mjög fast. Þegar Snæfell ætlaði sér einhverja hluti í byrjun hlutans þar sem góður þristur Sigga kveikti ljós og staðan 49-54 voru Grindvíkingar fljótir að koma sér í 49-59 og var það að ganga svona að Snæfelli vantaði alltaf þetta litla extra til að komast gera meira en varnarleikur þeirra var annar. Snæfellingar færðust í aukana og náðu góðum stoppum og komust nær 61-63 þegar Siggi setti sitt 13 stig í hlutanum með feitum þrist og svo náði Wagner að jafna 63-63 og allt annar leikur hjá heimamönnum með 10-0 kafla. Staðan var 69-67 eftir þriðja hluta og Snæfellingar að vinna sig gríðarvel inn í leikinn og unnu hlutann 25-15 og allt opið.
Hlynur Bærings setti einn ískaldann að hætti hússins og byrjaði fjórða hluta 72-67. Brenton náði að jafna 72-72 eftir mikinn varnarleik beggja liða. Snæfell fengu mikið af sóknarfráköstum og héldu haus en gerðu of mörg mistök til að komast áleiðis og átti Subasic flest af þeim en að sama skapi var svipað uppi á teningnum hjá Grindavík. Páll Kristins fékk svo sína fimmtu villu sem gríðar vont fyrir Grindavík þar sem hann var að spila fína vörn. Siggi var tæpur á sóknarklukknni þegar Snæfell færðist nær 80-82 en boltinn lá líf og fjör var í leiknum þegar 1 mín var eftir. Þorleifur fór út af með fimm villur eftir viðskipti við Hlyn sem lenti mjög illa þegar 30 sek voru eftir. Snæfellingar fengu ekki gott skot undir lokin þegar staðan var 81-84 og Subasic var blokkaður af Brenton þegar 1,3 sek var eftir og Snæfell átti boltann. Siggi átti erfitt skot sem geigaði og Grindavík sigraði 81-84 og Grindavík leiðir 2-0 og á heimaleik í Grindavík á laugardaginn 28. mars þar sem þeir eiga séns á að klára seríuna.
Símon B. Hjaltalín.
Mynd: Eyþór Benediktsson