spot_img
HomeFréttirGrimes snýr ekki aftur til Grindavíkur

Grimes snýr ekki aftur til Grindavíkur

Ashley Grimes erlendur leikmaður kvennaliðs Grindavíkur hefur tilkynnt félaginu að hún muni ekki snúa aftur á völlinn á nýju ári.  Þessa blautu tusku fengu þeir Grindvíkingar í andlitið þann 28. desember sl. og því hefur allt farið á fullt nú að leita af nýjum erlendum leikmanni.  Grindvíkingar segja í tilkynningu að vissulega hefði verið betra að fá að heyra þetta fyrr og telja þeir að þessi ákvörðun hennar hafi verið gerð um leið og hún fór í jólafríið.  Grindvíkingar eru einnig á því að Ashley hafi aldrei náð að festa sig nægilega vel í sessi í Grindavíkinni og mögulega er þessi ákvörðun hennar "blessun í dulargervi" eins og segir í tilkynningunni. 

 

Til að bæta svo í hefur Bjarni Magnússon þjálfari liðsins verið í veikindum og því Ellert nokkur Magnússon séð um að stýra æfingum liðsins milli hátíðanna. Fyrsti leikur liðsins er gegn Stjörnunni á laugardag í Grindavík og ljóst að liðið verður án erlends leikmanns í þeim leik. 

Fréttir
- Auglýsing -