spot_img
HomeFréttirGrikkland sterkara á lokasprettinum í Heraklion - Ísland berst áfram fyrir sæti...

Grikkland sterkara á lokasprettinum í Heraklion – Ísland berst áfram fyrir sæti sínu í deildinni

Undir 20 ára karlalið Íslands mátti þola tap í dag gegn Grikklandi í 16 liða úrslitum Evrópumótsins í Heraklion 83-75.

Leikurinn var í járnum allan fyrri hálfleikinn, en þegar liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik var Ísland 4 stigum yfir, 41-45. Grikkland nær svo ágætis tökum á leiknum í upphafi seinni hálfleiksins og er munurinn 9 stig þeim í vil fyrir lokaleikhlutann 65-56. Ísland gerði vel að halda í við heimamenn í fjórða leikhlutanum og var munurinn aðeins 6 stig þegar um 2 mínútur voru eftir, 78-72. Grikkir gera þó vel undir lok leiks og sigla að lokum 8 stiga sigri í höfn, 83-75.

Atkvæðamestir fyrir Ísland í leiknum voru Tómas Valur Þrastarson með 15 stig, 6, fráköst, 4 stoðsendingar og Orri Gunnarsson með 21 stig og 5 fráköst.


Hefði Ísland unnið leik dagsins væru þeir búnir að tryggja sæti sitt í deildinni á næsta ári. Þar sem þeir töpuðu munu þeir nú fara í úrslitakeppni sæta 9 til 16 á mótinu, en tvö neðstu falla niður í b deild. Fyrsti leikur Íslands í því umspili verður á morgun gegn tapliði viðureignar Tyrklands og Svartfjallalands, sem leikinn verður seinna í kvöld.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -