Undir 18 ára drengjalið Íslands lagði Kósovó á Evrópumótinu í Makedóníu í morgun. Leikurinn var sá næst síðasti sem liðið leikur í riðlakeppni mótsins, en fyrir lokaleikinn er Ísland með tvo sigra og tvö töp.
Sigur íslenska liðsins var nokkuð öruggur í dag, en strax eftir fyrsta leikhluta var liðið komið með 17 stiga forystu. Það forskot lét Ísland í raun aldrei af hendi og undir lokin virtist það formastriði fyrir liðið að klára leikinn, 77-52
Atkvæðamestir fyrir Ísland í dag voru Viktor Jónas Lúðvíksson með 20 stig, 9 fráköst, Thor Grissom með 15 stig og Birkir Hrafn Eyþórsson með 11 stig, 7 fráköst og 4 stoðsendingar.
Lokaleikur Íslands í riðlakeppni mótsins er á dagskrá kl. 09:00 í fyrramálið miðvikudag gegn Ungverjalandi.