6:54
{mosimage}
Grétar Örn Guðmundsson og félagar í Brønshøj (2-3) steinlágu á útivelli gegn Virum í dönsku 2. deildinni nú fyrr í vikunni, 56-82.
Lokatölur segja þó ekki allt um leikinn þar sem staðan eftir þriðja leikhluta var 54-50 fyrir Virum og í upphafi þess fjórða tókst Brønshøj að jafna 54-54. Þá kom kafli þar sem Virum skoraði 28 stig á móti 2 og þar með var leikurinn búinn.
Í samtali við Grétar sagði hann að Virum væri gríðarlega sterkt lið sem væri líklegt til að sigra 2. deildina. Þeir hafa fengið til sín bandarískan leikmann sem raðaði niður körfum á móti Brønshøj.
Grétar skoraði 14 stig og tók 8 fráköst.
{mosimage}
Myndir: Sveinn Pálmar Einarsson – [email protected]