spot_img
HomeFréttirGrétar Ingi orðinn „Skalli“

Grétar Ingi orðinn „Skalli“

Skallagrími barst góður liðsstyrkur á mánudaginn þegar hinn stóri og stæðilegi miðherji Grétar Ingi Erlendsson gekk í raðir liðsins frá Þór Þorlákshöfn. www.skallagrimur.is greinir frá.
 
Á heimasíðu Skallanna segir:
„Grétar Ingi hefur leikið með Þórsurum í áraraðir en hann er 2 metrar á hæð og fæddur árið 1983. Á síðustu leiktíð skoraði Grétar 9,5 stig að meðaltali í leik og tók 5,6 fráköst. Grétar gerði eins árs samning við Skallagrím, en í samningnum er möguleiki á framlengingu. Hann er nú þegar kominn með leikheimild og er búist við að hann verði í liðinu í kvöld þegar Skallagrímur heldur suður í Garðabæ til að keppa við Stjörnuna í Lengjubikarnum.

Björn Bjarki Þorsteinsson, formaður kkd. Skallagríms, sagði í samtali við heimasíðuna að tilkoma Grétars muni styrkja liðið enn frekar, ekki síst undir körfunni. Koma Grétars mun verða góð viðbót að hans mati við annars sprækan liðshóp Skallagríms.
 
Mynd/ Bjarki formaður og Grétar Ingi Erlendsson handsala félagskiptin.
  
 
Fylgstu með Karfan.is á Twitter:

@Karfan_is

Fréttir
- Auglýsing -