spot_img
HomeFréttirGreifamótið hófst í gær

Greifamótið hófst í gær

7:30

{mosimage}

Darrell Flak var stigahæstur allra í gær 

Fyrstu leikir Greifamótsins á Akureyri fóru fram í gær en mótið heldur svo áfram klukkan 9 í dag.

Úrslit urðu þau að í A riðli sigrði Snæfell – Tindastól 89-77 og KR vann Breiðablik 93-82. Á heimasíðu Tindastóls er greint frá því að leikmaðurinn Sergy Poppe sé hjá þeim til reynslu í mótinu.

Í B riðli sigraði Skallagrímur heimamenn í Þór 101-83 og Fjölnir burstaði Val 108-59. Luka Marolt, slóvenski leikmaður Þórs lék ekki með vegna fingurmeiðsla og bandaríski leikmaður þeirra, Cedric Isom, meiddist í leiknum og leikur ekki meira um helgina.

Hægt er að skoða stigaskor leikmanna á heimasíðu Þórs.

Leikjaplan dagsins

Höllin Akureyri        9.00   KR – Snæfell
Höllin Akureyri        11.00 Tindastóll – Breiðablik
Höllin Akureyri        15.00 Snæfell – Breiðablik
Höllin Akureyri        17.00 Tindastóll – KR
Síðuskóli                 9.00  Skallagrímur – Fjölnir
Síðuskóli                 11.00 Þór Ak. – Valur
Síðuskóli                 15.00 Skallagrímur – Valur
Síðuskóli                 17.00 Þór Ak. – Fjölnir

[email protected]

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -