Greg Oden spilaði körfuboltaleik í fyrsta skiptið í fjögur ár og tróð boltanum með tilþrifum í fyrstu snertingu. Oden spilaði 4 mínútur og skoraði 2 stig auk þess að taka 2 fráköst. Miami Heat unnu áður ósigraða New Orleans Pelicans á þeirra heimavelli 108-95.