spot_img
HomeFréttirGreen ekki með gegn Haukum

Green ekki með gegn Haukum

 
Kirstein Green leikmaður Snæfells verður ekki með Hólmurum á eftir þegar liðið tekur á móti Íslandsmeisturum Hauka í Stykkishólmi kl. 19:15 í Iceland Express deild kvenna.
Green snéri sig illa á öðrum fæti fyrir viku síðan en Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Snæfells sagði í samtali við Karfan.is að vonandi myndi Green ná að vera með í leiknum gegn Grindavík þann 16. desember næstkomandi.
 
Það er því brekka framundan hjá Hólmurum þar sem Green gerir að jafnaði 22,4 stig að meðaltali í leik, tekur 7,8 fráköst og gefur 3,7 stoðsendingar.
 
[email protected] 
Ljósmynd/Þorsteinn Eyþórsson: Green verður fjarri góðu gamni á eftir 
Fréttir
- Auglýsing -