spot_img
HomeFréttirGrátlegt tap í framlengdum úrslitaleik

Grátlegt tap í framlengdum úrslitaleik

Þátttöku íslenska U20 landsliðsins á evrópumótinu í Grikklandi lauk rétt í þessu eftir svekkjandi tap í úrslitaleik mótins gegn Svartfjallalandi.

 

 

Ljóst var á upphafsmínútum leiksins að verkefni dagins yrði erfitt fyrir íslenska liðið því andstæðingar dagsins voru gríðarlega stórir og sterkir. Svartfjallaland náði strax 11 stiga forystu í fyrsta leikhluta og var þar helst að kenna slakri vörn Íslands.

 

Svartfjallaland náði heilum 27 stigum á Ísland í fyrsta leikhluta og holan orðin ansi djúp. Staðan í hálfleik var 41-29. Skotnýting Íslands var slök sem gerði okkar mönnum erfitt fyrir. 

 

Íslensku strákarnir börðust allt til loka og náðu þegar tvær mínútur voru eftir að minnka muninn í þrjú stig. Það var svo Kristinn Pálsson sem jafnaði leikinn þegar 11 sekúndur voru eftir af leiknum með ævintýralegri þriggja stiga körfu og framlenging staðreynd.

 

Framlengingin var algjör naglbítur þar sem liðin skiptust á að hafa foyrstu og var munurinn aldrei meiri en tvö stig. Þegar 7 sekúndur voru eftir fékk íslenska liðið séns á að jafna leikinn en tvö skot íslands geiguðu og Svartfjallaland fangaði sigri.

 

Lokastaða 78-76 eftir hetjulega frammistöðu Íslenska liðsins. Svartfjallaland var verðugur andstæðingur og klárlega besta lið sem Ísland mætti á þessu móti.

 

 

Jón Axel Guðmundsson var besti maður Íslands með 23 stig og 13 fráköst, þá var Kári Jónsson mikilvægur á lokasprettinum en hann endaði með 14 stig og 7 stoðsendingar.

 

Árangurinn hinsvegar stórgóður, annað sætið í  sterkustu B-deild evrópumótsins í langan tíma. Lið Íslands sigraði Rússland og Grikkland á þeirra heimavelli sem er algjörlega til sóma. Leikmenn og aðstandendur liðsins geta því gengið stoltir frá borði en annað sætið þýðir einnig að Ísland spilar í A-deild á næsta ári.

 

 

Tölfræði leiksins

 

Fréttir
- Auglýsing -